Eg varð fyrir því óhappi á dögunum að brjóta á mér fótinn þegar ég var í ljósmyndaleiðangri með bóndanum. Við þurftum upp á land á sunnudegi í aðgerð og fórum með skipinu okkar í Landeyjahöfn. Þar sem ég hoppaði um í hækjunum inn í farþegasalinn,inní lyftu og upp mætti ég auðvitað einum stýrimanninum, sem horfði á kelluna vorkunnaraugum. Enda pínu óörugg á þessum hjálpartækjum, eigandi eftir að hoppa landganginn og inn í skip.