Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur stefni á að sigla næstu ferð frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00.
„Hvetjum við þá farþega sem ætla sér að ferðast í dag að gera það fyrr en seinna vilji þeir komast leiða sinna. Hvað varðar ferðir kl 17:00 og 18:00 gefum við út tilkynningu eftir kl. 16:00,” segir í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst