Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa bæjarbúa um stöðuna á Hraunbúðum
16. febrúar, 2022
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs

Frá því HSU tók við rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Hraunbúðum hefur það legið fyrir að HSU hafði ekki áhuga á að nýta eldhúsið og matsalinn. HSU vildi frekar fara í breytingar innanhúss og breyta núverandi seturými í miðjunni í matsal og mótttökueldhús. Allur matur kemur frá sjúkrahúsinu. Framkvæmdir á þessu eru þegar hafnar.

Þegar niðurstöður lágu fyrir og staðfestar að HSU ætlaði ekki að nýta matsalinn og eldhúsið sá Vestmannaeyjabær möguleika á að nýta rýmið til að bæta og efla aðstöðu dagdvalar. Rétt er að taka fram að dagdvölin er sér þjónustueining og á engan hátt tengd þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimilisins þrátt fyrir ákveðin samlegðaráhrif þegar Vestmannaeyjabær rak báðar einingarnar.

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri erftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á þjálfun, tómstundaiðju og félagslega stuðning. Boðið er upp á akstursþjónustu til og frá heimili fyrir þá sem nýta sér dagdvöl. Hægt er að fá morgunverð, hádegisverð og síðdegisverð gegn gjaldi. Dagdvölina er hægt að nýta alla daga, hluta úr degi eða ákveðna daga í viku. Heimild er fyrir 10 dagdvalarrýmum og um áramótin fékkst loksins eftir margra ára baráttu heimild fyrir 5 viðbótarrýmum fyrir fólk með sértækan vanda.

Til að geta virkjað þessi 5 viðbótarrrými þarf að kröfu ríkisins að bæta aðstöðuna og þjónustuna. Búið er að tryggja þjónustuna m.a. með aðkomu iðjuþjálfa en tafir eru á að hægt sé að fara í nauðsynlegar breytingar á aðstöðunni vegna tafa á breytingum HSU vegna matsalar. Þessar tafir eru mjög slæmar því ekki er hægt að byrja að taka fólk inn í þessi viðbótarpláss. Ef tafirnar verða of miklar er hætta á því að heimlid fyrir þessum plássum falli niður sem er mjög alvarlegt.

Vestmannaeyjabær hefur þrýst á HSU að flýta sínum framkvæmdum en hefur haft skilning á að HSU þarf að nýta matsalinn á meðan. Þrátt fyrir að HSU hafi ekki greitt krónu fyrir húsnæði sveitarfélagsins er ljóst að sveitarfélagið vill ekki að það bitni á heimilismönnum Hraunbúða.  Leitað hefur verið leiða til að starfsemi beggja eininga þ.e. Hraunbúða og dagdvalar gangi sem best. Frekari tafir eru þó farnar að halla nokkuð á starfsemi dagdvalar með hættu á áðurnefndum afleiðingum.

Með ákvörðun HSU að færa matsalinn og eldhúsaðstöðu verður ekki þröf á eldhúsinu. Vestmannaeyjabær mun þó halda eftir uppvöskunarrými og bökunaraðstöðunni auk þess sem hægt verður að nýta eldhús ef þörf verður fyrir dagdvölina. Það hefur alltaf legið fyrir gagnvart HSU heimild til að nýta áfram bökunaraðstöðuna þrátt fyrir að öðru hefur verið haldið fram. Þetta hefur verið rætt persónulega við þann sem sinnir bakstrinum sem og á fundum með forsvarsmönnum HSU. Vestmannaeyjabær hefur meira að segja nefnt að sveitarfélagið muni ekki taka neitt fyrir annað en smá bakkelsi fyrir þjónustuþega dagdvalar.

Eftir breytingarnar á matsalnum mun aðstaða dagdvalar stækka til muna og aðstaðan batna. Komið verður upp hvíldarrýmum, böðunaraðstöðu, virkniherbergi, elhúsaðstöðu, seturýmum, aðstöðu fyrir forstöðumann, þvottaaðstöðu o.fl. Góður salur verður áfram fyrir fólk til að sameinast í. Aðskilið verður milli dagdvalar og Hraunbúða með lokaðri hurð. Innangengt verður í dagdvölina vestan megin.

Vona að þessi grein upplýsi fólk um stöðuna á Hraunbúðum og þær breytingar sem sveitarfélagið stefnir að með þjónustu dagdvalar.

Virðingarfyllst

Jón Pétursson framkvæmdastjóri

fjölskyldu- og fræðslusviðs

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst