Adda og Maggi selja Hótel Vestmannaeyjar
18. ágúst, 2022

Í dag var skrifað undir kaupsamning um Hótel Vestmannaeyjar. Kaupandi hótelsins er M9 ehf., sem er félag í eigu Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar. Nýr eigandi mun taka við rekstrinum 15. október nk.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu þar sem segir: „Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafa rekið hótelið í ellefu ár tóku ákvörðun fyrir nokkru að setja hótelið á sölu af persónulegum ástæðum. Sú ákvörðun leiddi til kaupsamningsins sem var gerður í dag.

Magnús og Adda munu reka hótelið til 15. október nk. og vera nýjum eiganda innan handar í rekstrinum til að byrja með. Við þessi tímamót vilja þau þakka öllum starfsfólki sínu í gegnum tíðina fyrir samfylgdina og öðrum sem hafa stutt við rekstur hótelsins. Þetta hafa verið skemmtileg ellefu ár og reksturinn gengið vel. Þau telja að hótelið sé komið í góðar hendur.

Nýr eigandi mun byggja framtíðina á því góða starfi sem Magnús og Adda hafa gert á liðnum árum. Engar sérstakar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni, heldur áframhaldandi uppbygging hótelsins sem burðarás í ferðaþjónustu Vestmannaeyja.“

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.