Aðeins tuttugu heimili í Eyjum fá ljósleiðara í ár
DCIM100MEDIAYUN00052.jpg
\DCIM\100MEDIA\YUN00052.jpg

Síma- og internetfyrirtæki á Íslandi keppast þessa dagana við að selja landsmönnum nettengingu um ljósleiðara enda fjölgar tækjunum með hverjum deginum sem háð eru góðri nettengingu.
Í Vestmannaeyjum er hins vegar fátt um fína drætti í þessum málum, sér í lagi þegar kemur að heimilunum. Ljósnetið er það sem næst kemst því að komast á ljóshraða í Eyjum en er víðast hvar á Eyjunni slegið við af nettengingu um farsímakerfi, svokallað 4,5 G.

Sögusagnir hafa verið uppi um að byrjað sé að leggja ljósleiðara inn á einhver hverfi í bænum og setti því blaðamaður Eyjafrétta sig í samband við Mílu og kannaði málið.
„Jú, það eru 20 heimilisföng í Vestmannaeyjum á áætlun þessa árs, en þetta eru heimili þar sem eru til staðar rör inn í hús fyrir ljósleiðarastreng. Þar á þá eftir að daga ljósleiðarann í rörin og tengja,“ sagði Sigurrós Jónsdóttir starfsmaður Mílu.

En þau heimili sem um ræðir eru Vestmannabraut 47, 49, 53, 53b, 55, 57, 59, 61, 63a, 63b, 65a, 67 69 og 71. Sem og Skólavegur 1, 2, 3, 4, 6 og 7. Áætlað er að tengja þau á síðasta ársfjórðungi. „Frekari áætlun um ljósleiðara liggur ekki fyrir í Eyjum,“ sagði Sigurrós.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.