Aglowfundur í kvöld
Landakirkja

Í kvöld miðvikudaginn 6. september Kl. 19.30 verður Aglowfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Þetta er fyrsti fundur vetrarins og eftir veðursælt sumar fannst okkur tilvalið að fjalla um 23. Davíðssálm sem margar okkar þekkja vel og við syngjum oft saman. En höfum við hugleitt um hvað innihald sálmsins er? 23 Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. 2 Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. 3 Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. 4 Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. 5 Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. 6 Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

Lesið og hugleiðið sálminn og á fundinum verður gefið tækifæri til að ræða um hverning hann talar til okkar um þessar mundir.
SÖNGUR – ANDLEG SAMVERA
Allar konur velkomnar
KAFFIVEITINGAR KR. 800

Nýjustu fréttir

Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.