Allt að 600 tonn á sólarhring
vsv_2016-6.jpg
Vinnslustöðin. Eyjar.net/Tryggvi Már

Hafist var handa í dag við að tengja nýjan sjóhreinsibúnað við vatnskerfi landvinnslunnar Vinnslustöðvarinnar.

Tækin eru í gámi sem komið var fyrir á sínum stað á athafnasvæðið fyrirtækisins og verða tekin í gagnið innan tíðar. Þeim er ætlað að breyta sjó í eins hreint drykkjarvatn og unnt er yfirleitt að fá, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

„Við leggjum rafmagn að gámnum og tengjum við hann dælur og fleira. Þetta er í sjálfu sér ekki mikið mál en tekur einhverja daga,“ segir Trausti Hjaltason framkvæmdastjóri Hafnareyrar.

Sjó er dælt í öflugt síukerfi í gámnum og þar í gegn kemst einungis vatnssameindin H2O. Eftir í síum verða óhreinindi af öllu tagi, bakteríur, veirur og yfirleitt allt annað en tært vatnið!

Afköst gætu orðið allt að 600 tonnum á sólarhring sem fullnægir þörfum Vinnslustöðvarinnar fyrir vatn til starfsemi sinnar.

Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri VSV, samdi við fyrirtæki í Hollandi um kaup á þremur sjóhreinsigámum og þessi er sá fyrsti sem kemur til landsins. Ísfélagið fær annan gám til sinna þarfa, segir að endingu í fréttinni á vsv.is.

https://eyjar.net/kaupa-bunad-sem-breytir-sjo-i-drykkjarvatn/

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.