Það verður sannkallaður STÓR-leikur í dag klukkan 14:00, þegar kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn. Þessi lið sitja í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar, eru að berjast um deildarmeistaratitilinn og þessi leikur skiptir sköpum í þeirri baráttu!
“Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á laugardaginn og hvetja stelpurnar okkar til sigurs í þessum ákaflega mikilvæga leik!
Í hálfleik verða nokkrir krakkar valdir úr stúkunni sem taka þátt í svokallaða sláarkeppni. Þeir sem hitta í slána fá gjafabréf fyrir bragðaref frá Tvistinum.
Sömuleiðis fá allir krakkar glaðning frá Heildverslun Karls Kristmanns í hálfleik. Mætum í hvítu, látum vel í okkur heyra í stúkunni og sköpum alvöru Eyja-stemningu!,” segir í tilkynningu frá ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst