Fótbolti.net fer yfir stöðuna þegar lokaumferð Bestu deildar karla fer fram í dag, laugardag. ÍBV mætir Keflavík kl. 14.00 og fara allir leikirnir í neðri hlutanum fram á sama tíma. Eitt lið er fallið; Keflavík féll fyrir tveimur umferðum síðan.
Fjögur lið geta fylgt Keflvíkingum niður í Lengjudeildina, ÍBV, Fylkir, HK og Fram. Eina liðið sem er öruggt í neðri hlutanum er KA.
Um ÍBV segir: – ÍBV er í fallsæti: tveimur stigum frá öruggu sæti og með verstu markatöluna af liðunum sem geta fallið. Liðið á leik gegn föllnu liði Keflavíkur á heimavelli í lokaumferðinni. ÍBV þarf að vinna til að eiga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni og eina örugga leið liðsins til að bjarga sér frá falli er að vinna með að lágmarki sjö mörkum gegn Keflavík. Sigur með minni mun og hagstæð úrslit á Akureyri eða í Árbænum bjargar liðinu frá falli.
Það er því ástæða til að fjölmenna á Hásteisvöll en frítt er á völlinn og ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir gesti.
Mynd Sigfús Gunnar – Úr leik ÍBV og Fram í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst