Alvarlegt flugatvik við Vestmannaeyjar
yfir_eyjar_DSC0009_opf
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni.

Vík­ur­frétt­ir greina frá þessu. Segir í umfjölluninni að báðar vélar hafi verið flughæfar eftir að hafa rekist saman á flugi, og þeim hafi verið lent á Keflavíkurflugvelli. Flugvélarnar eru báðar af gerðinni Kingair B200 og skráðar erlendis. Til stóð að fljúga þeim ferjuflugi til Norður-Ameríku.

Enn fremur segir í frétt Víkurfrétta að rannsóknarnefnd samgönguslysa sé með atvikið til rannsóknar. Fyrst um sinn hafi flugmenn flugvélanna þó ekki tilkynnt um atvikið. Það hafi ekki verið gert fyrr en þjónustuaðilar á Keflavíkurflugvelli tóku eftir skemmdum sem hlutust af árekstrinum. Þá var kölluð til lögregla og fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Vélarnar standa enn á Keflavíkurflugvelli en frekari upplýsingar er ekki að hafa um flugatvikið, sem sagt er alvarlegt, segir í frétt Víkurfrétta.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.