Fyrir bæjarráði í dag lá minnisblað frá Capacent um star framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðshjá bænum. Íris Róbertsdóttir kynnti minnisblaðið og Ragnheiður S. Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent fór yfir ferlið varðandi ráðningu á nýjum framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og svaraði spurningum ráðsmanna.
Í niðurstöðum minnisblaðsins frá Capacent sem undirritað er af Ragnheiði S. Dagsdóttir kemur fram:
“Með vísan til þess sem að framan er rakið var það faglegt mat undirritaðrar að Angantýr Einarson hafi verið hæfasti umsækjandinn um starfið. Sú niðurstaða byggir á heildstæðu mati á menntun og reynslu ásamt frammistöðu hans í viðtali auk þeirra upplýsinga sem fram komu í umsögnum.”
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að ráða Angantýr Einarsson framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs samkvæmt niðurstöðu Capacent á bæjarstjórnarfundi 30. ágúst n.k.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst