Sunnudaginn 26. ágúst kl. 14-16 verður haldið í Einarsstofu í Safnahúsi málþing um vesturferðir.
Gestir málþingsins eru Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslendinga í Winnipeg, Böðvar Guðmundsson, rithöfundur, Þórður Tómasson í Skógum og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Aðalræðurmaður er Böðvar Guðmundsson en hann er þekktastur fyrir sögur sínar um örlög fólks af fyrstu og annarri kynslóð Vestur-Íslendinga, sögur sem oftast eru kallaðar Vesturfarasögur.