Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023. Fram kemur að 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eigi rétt á frístundastyrk.
Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun er að ræða. Frístundastyrkurinn nýtist á milli mismunandi starfsemi. Þrátt fyrir að styrkþegar hafi verið 672 þá voru afgreiðslur frístundastyrkja um 815.
Mest er styrkurinn nýttur til að greiða félagsgjöld hjá ÍBV íþróttafélagi eða um 58%. Þar á eftir kemur Fimleikafélagið Rán (27%) og svo blöndu æskulýðsstarfsemi (7%). Styrkurinn dreifist á fleiri eins og Sundfélag ÍBV, Skátafélagið Faxi og Rafíþróttafélag ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst