Átta af hverjum tíu nýta styrkinn
Yngri flokkar ÍBV á æfingu. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023. Fram kemur að 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eigi rétt á frístundastyrk.

Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun er að ræða. Frístundastyrkurinn nýtist á milli mismunandi starfsemi. Þrátt fyrir að styrkþegar hafi verið 672 þá voru afgreiðslur frístundastyrkja um 815.

Mest er styrkurinn nýttur til að greiða félagsgjöld hjá ÍBV íþróttafélagi eða um 58%. Þar á eftir kemur Fimleikafélagið Rán (27%) og svo blöndu æskulýðsstarfsemi (7%). Styrkurinn dreifist á fleiri eins og Sundfélag ÍBV, Skátafélagið Faxi og Rafíþróttafélag ÍBV.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.