Greint er frá því í tilkynningu frá Herjólfi ohf. í dag að tekin hafi verið ákvörðun um að sigla átta ferða siglingaáætlun allt næsta sumar. Undanfarin tvö sumur hefur átta ferða áætlun tekið gildi í byrjun júlí og verið í gildi fram í byrjun ágúst.
„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að tekin hefur verið ákvörðun að siglt verður samkvæmt 8 ferða siglingaáætlun allt næsta sumar. Tímabilið sem um ræðir er 5.júní til 23.ágúst 2026. Er þetta enn einn þátturinn í því að auka þjónustu Herjólfs ohf. Við hlökkum til að taka á móti farþegum næsta sumar.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst