Helstu niðurstöður vorleiðangurs voru eftirfarandi:
1. Ástand sjávar
Sjávarhiti í hlýsjónum suður og vestur af landinu var 6°- 9°C og seltan 35,1 – 35,3, sem eru há gildi líkt og undanfarin ár. Innflæði inn á Norðurmið var vestantil og náði selturíkur hlýsjór austur með Norðurlandi undir fersku yfirborðslagi úti fyrir miðju Norðurlandi. Hiti í efri lögum sjávar var þó um meðallag fyrir norðan land en seltan í efri lögum var nokkuð undir meðallagi. Austar á landgrunninu voru hiti og selta um og yfir langtímameðaltali. Í Austur-Íslandsstraumi utan landgrunnsins norðaustur af landinu var hiti nálægt langtímameðaltali og selta heldur yfir því. Á landgrunninu úti fyrir Austfjörðum voru sjávarhiti og selta í efri lögum sjávar um og undir meðallagi (2°-3°C, 34,4 �? 34,8) sem er heldur kaldara og ferskara en síðustu ár. Skil heita og kalda sjávarins suðaustanlands voru á hefðbundnum slóðum um Lónsdjúp.
2. Næringarefni og plöntusvif
Gróðurhámark vorsins var yfirstaðið í Faxaflóa í upphafi leiðangursins. Utan flóans og yfir landgrunninu vestur og norðvestur af landinu var talsverður gróður, en nóg af næringarefnum fyrir áframhaldandi vöxt svifþörunga. Djúpt vestur af landinu var lítill gróður og styrkur næringarefna nánast eins og að vetri.
Norðanlands og austan var gróður orðinn rýr frá Skaga og austur um að Langanesi og suður fyrir Krossanes og næringarefni upp urin í yfirborðssjónum, ef undan er skilið svæðið djúpt norðaustur af Langanesi. Sunnan Krossaness og vestur með Suðurlandi var fremur lítill gróður, en talsvert eftir af næringarefnum næst landi og hafði lítið gengið á næringarefni utan landgrunnsins suðaustur af landinu. Yfir landgrunninu var mikið af dýrasvifi og því líklegt að mikið beitarálag hafi hamið vorblómann.
3. Áta
�?egar á heildina er litið var átumagn við landið nálægt meðallagi. �?t af Suður-, Vestur- og Norðurlandi var átumagn um og yfir langtímameðaltali, en fyrir austan land var átumagn nokkuð undir meðaltali. Rauðáta var algeng í flestum sýnum, en djúpt norðaustur af landinu voru stórar og hægvaxta pólsjávartegundir að venju áberandi.
Séu niðurstöður um átu bornar saman við vorið 2006 kemur í ljós að átumagn var heldur minna en þá víðast hvar við landið.
4. Meginniðurstöður
Mælingar á ástandi sjávar að vorið 2007 sýna hita og seltu í hærra lagi sunnanlands og vestan, hita um meðallag og seltu heldur undir meðallagi fyrir norðan og austan land. Lítill gróður var víðast hvar en átumagn við landið nálægt langtímameðallagi.
Leiðangursstjóri í vorleiðangri var Héðinn Valdimarsson. Skipstjóri var Ásmundur Sveinsson.
(af vef Hafrannsóknarstofnunar)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst