Aukinn fjöldi leikskólabarna áskorun

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi Fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað er varðar inntökumál leikskóla.

Eins og staðan er í dag er reiknað með að öll börn fædd 2021 verði komin með leikskólavist upp úr áramótum, þ.e. þegar ný deild á Sóla er tilbúin. Verið er að skoða hvort hægt verði að taka hluta barna sem fædd er í janúar 2022 inn líka. Eftir það verður ekki hægt að taka fleiri börn á yngstu deildar/kjarna í Kirkjugerði og Sóla fyrr en ágangur 2018 fer í Víkina.

Haustið 2023 má gera ráð fyrir rétt rúmlega 30 plássum í Kirkjugerði og Sóla til samans. Árgangur 2022 er stór en 44 börn eru fædd á bilinu janúar til ágúst. Það er því ljóst að áskoranir framundan í inntökumálum leikskóla snúa að því mæta auknum fjölda leikskólabarna.

Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni yfirferðina og felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs í samvinnu við fræðslufulltrúa og leikskólastjóra að leita leiða til að mæta fjölgun ungra leikskólabarna. Ráðið óskar eftir tillögum að lausnum á næsta fundi ráðsins.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.