Á fundi bæjarráðs Árborgar í síðustu viku bókaði ráðið um tilhögun lögreglu- og sýslumannsmála á Suðurlandi: �??Bæjarráð fagnar því að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir Suðurlandsumdæmi og mælist til þess að allt Suðurland, þar með taldar Vestmannaeyjar, verði eitt lögregluumdæmi og eitt sýslumannsumdæmi.�??
�?að verður að teljast all furðuleg afskiptasemi bæjarráðs Árborgar að setja fram slíka bókun, þar sem það hefur kostað mikla baráttu Vestmannaeyinga að fá sjálfstætt embætti sýslumanns og lögreglustjóra í Eyjum og nú liggur sú ákvörðun fyrir og búið að skipa í annað þeirra embætta og hitt bíður skipunar. Er það einkum byggt á sérstöðu Vestmannaeyja varðandi samgöngur.