Bæjarráð harmar truflanir á siglingum Herjólfs

Einungis eitt mál var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær en það var umræða um samgöngumál. Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi.

Í niðurstöðu ráðsins segir “bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir verði á siglingum Herjólfs, sem er lífæð samfélagsins í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð treystir stjórn og framkvæmdastjóra Herjólfs ohf til þess að tryggja að samgöngur haldist milli lands og Eyja með eðlilegum hætti. Mikilvægt er að upplýsingaflæði til almennings um stöðu mála sé gott.”

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.