Bæjarskrifstofunni í Eyjum lokað og bæjarstjórinn kominn í kosningaslag?
14. janúar, 2010
Vegna skrifa Elliða bæjarstjóra Vignissonar í Eyjafrettir í gær, 13. janúar, og áframhaldandi skeytasendinga hans og fúkyrða í minn garð og samgönguyfirvalda er rétt að eftirfarandi komi fram:
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og allar stofnanir þess þurfa að sæta 10% niðurskurði vegna efnahagserfiðleika landsins. Vegagerðin sleppur ekki frekar en aðrir. Því á Vegagerðin aðeins einn kost að skera niður og hagræða á öllum sviðum.