Almenn ánægja hefur verið með Breiðafjarðaferjun Baldur sem hefur leyst Herjólf af meðan hann hefur verið í þurrkví í Danmörku. Eins og áður hefur komið fram hafa skipstjórnendur á Baldri notað aðra aðferð við að koma skipinu inn í Landeyjahöfn og hefur sú aðferð gefið góða raun fyrir Baldur, sem er talsvert minni en Herjólfur. Sem dæmi þá sigldi skipið í rúmlega þriggja metra ölduhæð í gær, þriðjudag.