Á morgun mánudag mun ferjan Baldur taka við siglingum á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur IV verður í slipp í Hafnarfirði næstu 2-3 vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Baldurs má sjá hér að neðan.
Ef sigla þarf til/frá Þorlákshöfn, þá færast eftirfarandi ferðir sjálfkrafa milli hafna. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:00 og 19:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst