Glatt logaði bálkösturinn á Fjósakletti í kvöld. Logarnir stigu beint til himins og lýstu upp Herjólfsdal sem skartaði sínu fegursta í blankalogni. Þúsundir þjóðhátíðargesta fylgdust með brennunni sem er einn af hápunktum Þjóðhátíðar Vestmannaeyja.
Fjölbreytt dagskrá var í allt kvöld og var Brekkan þéttsetin fólki á öllum aldri sem naut þess sem boðið var upp á. Hljómleikar eru á Tjarnarsviði og Brekkusviði í kvöld og verður dansað fram á morgun. Minni tónleikar verða svo í hvítu tjöldum heimamanna þar sem hver syngur með sínu nefi við gítarundirleik. Þar munum þjóðhátíðarlög Oddgeirs, Ása í Bæ og Árna úr Eyjum hljóma ásamt þeim nýrri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst