�?að hlýtur eitthvað að láta undan í þeim veðurham sem nú gengur yfir og hefur Björgunarfélag Vestmannaeyja verið kallað tvisvar út til vegna skemmda á húsum. Klukkan tvö var aust-suð-austan 35 m/s á Stórhöfða og mesta hviðan sló í 43 m/s. Eiithvað hefur lægt síðan. Veðurstofan spáir austan 18-28 m/s síðdegis með snjókomu, slyddu eða rigningu S- og V-lands, hvassast við S-ströndina. Dregur verulega úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Mun hægari suðlæg eða breytileg átt og dálítil él eystra. Heldur hlýnandi veður í bili, en kólnar aftur á morgun.
Flestir Eyjabáta eru í landi og bíða af sér veðrið. Björgunarfélagið var kallað að Brekastíg 7B þar sem klæðning á veggjum og þaki hafði losnað. �?á losnaði þakkassi á húsi við Sóleyjargötu. Ekki er um mikið tjón að ræða.