Bifreiðaverkstæði Nethamars hefur opnað á ný. Verkstæðið er til húsa á Flötum, nánar tiltekið númer 21. Þar er einnig rekið vélaverkstæði. Á nýja Nethamri verður boðið upp á Toyota þjónustu ásamt allri almennri viðgerðarþjónustu á öllum helstu bíltegundum.
Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurðsson er fluttur aftur heim – reynslunni ríkari – eftir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu. Hann lærði bifvélavirkjun og hefur starfað sem slíkur í tæpa þrjá áratugi. Hann mun annast allan daglegan rekstur hjá Nethamri.
Ásgeir vill koma á framfæri við bæjarbúa að hægt er að hafa samband við hann á Nethamri ef það eru einhverjar spurningar, til að panta tíma eða bara í annað spjall.
,,Það næst í mig í síma 4811216 eða gegnum fésbókina (Nethamar ehf Vestmannaeyjum) og svo er hægt að senda tölvupóst á asgeir@nethamar.is nú eða bara kíkja í heimsókn að Flötum 21, allir hjartanlega velkomnir gamlir viðskiptavinir sem og nýir.” segir hann. Nánar verður rætt við Ásgeir í næsta blaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst