Á morgun leikur karlalið ÍBV einn mikilvægasta leik sumarsins þegar þeir sækja Þór heim norður á Akureyri í undanúrslitum Valitor bikarsins. Eins og gefur að skilja þýðir það að stuðningsmenn ÍBV-liðsins eiga ekki mjög auðvelt með að fylgja sínu liði en Daddi Diskó, vert í Höllinni og Hallarlundi býður stuðningsmönnum til sín að horfa á leikinn á breiðtjaldi.