Tveir bílar eyðilögðust og einn skemmdist þegar eldur kom upp í bíl fyrir utan réttingarverkstæði við Gagnheiði á Selfossi í morgun. Lögreglan fékk tilkynningum um eldinn klukkan 07:19 en þegar slökkvilið kom á vettvang logaði í tveimur bílum.
Slökkviliðið var fljótt að ráða niðurlögum eldsins en ljóst er að tjón er þó nokkuð. Lögreglu grunar að um íkveikju sé að ræða og biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir í nágrenninu að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010 .
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst