Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur ákveðið að snúa heim til Hauka í sumar og hefur gert 3 ára samning við félagið. Birkir Ívar fór í atvinnumennsku frá Haukum árið 2006 og hefur hann leikið með TUS N-Lübbecke í Þýskalandi síðastliðin 2 tímabil. Birkir Ívar er 32 ára og hefur leikið 145 landsleiki fyrir Ísland.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst