Birna valin úr hópi tíu umsækjenda
default
Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Alls sóttu ellefu einstaklingar um starf þjónustufulltrúa hjá skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Einn dróg umsókn sína til baka, segir í svari Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs til Eyjafrétta.

Umsækjendur voru: Alexandra Kristjánsdóttir, Andrea Kjartansdóttir, Ása Helgadóttir, Birna Guðmundsdóttir, Gislný Birta Bjarkardóttir, Hafdís Víglundsdóttir, Hekla Sól Jóhannsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Kolbrún Lilja Ævarsdóttir og Sylvía Dögg Sigurðardóttir.

Við mat á umsækjendum varð Birna Guðmundsdóttir fyrir valinu. Hún uppfyllir allar þær menntunar- og hæfniskröfur sem lagðar voru fram. Hún er með BS gráðu af viðskiptabraut með áherslu á verkefnastjórnun. Birna hefur áður starfað sem þjónustufulltrúi hjá Akraneskaupsstað með sömu verkefni og leitað er eftir. Hún hefur því góða þekkingu á starfinu og þeim tölvukerfum sem því fylgja, segir í svarinu.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.