ÍBV tekur á móti Selfossi næstkomandi laugardag í Olísdeildinni en leikur liðanna hefst klukkan 13:30. Um sérstakan góðgerðarleik er að ræða, bleikan leik í tilefni átaks Krabbameinssambands Íslands í októbermánuði varðandi krabbamein í konum. Litur átaksins er bleikur og eru áhorfendur hvattir til að styrkja gott málefni, mæta á leikinn í bleiku en allur ágóði leikjarins rennur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. ÍBV er í 3. sæti deildarinnar en Selfoss í 6. sæti.