Það urðu heldur betur viðbrigði þegar hægt var orðið að sigla ferju milli lands og Eyja og lenda henni í höfn, Landeyjahöfn. Þar höfðu menn staðið í fjörunni í áraraðir og látið sig dreyma um göng. Það voru draumóramenn. Að líkindum verða einhverntímann gerð göng milli Vestmannaeyja og Norðureyjarinnar, eins og þeir Eyjamenn kalla meginlandið. Það er þó sennilega eitthvað lengra í það en sumir töldu og umræðan er slíkt hefur ekki heyrst um árabil.