Trölli lætur gott af sér leiða

Trölli hefur nú í annað sinn safnað fé til styrktar góðgerðarmálum fyri jólin. Í ár valdi hann að styðja félagið Gleym mér ei , sem veitir aðstoð og stuðning þeim sem upplifa missi á meðgöngu, í eða eftir fæðingu. Markmið félagsins er að heiðra minningu þeirra litlu ljósa sem slokkna með því að styrkja málefni […]
Fleiri útskrifast af iðnbrautum

Framhaldsskólanum var slitið í gær og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri fór yfir starfið á haustönn en um 280 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum og 82 áfangar kenndir. „Iðn- og verkmenntaskólar hér á landi fóru í átak haustið 2017 með það […]
Þrettán starfsmenn kvaddir

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja starfsfólki sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Fram kemur á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að Íris hafi fært þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir þessara starfsmanna höfðu […]
Skattabreytingar á árinu 2025

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Í flestum tilfellum er um að ræða verðlagsuppfærslur, almennt minni en samsvarar verðbólgu liðins árs, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Barnabótakerfið verður styrkt með auknum stuðningi við barnafjölskyldur og frá 1. janúar 2025 verða barnabætur einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári […]
Áfrýjunardómstóll HSÍ staðfestir fyrri niðurstöðu

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur staðfest fyrri niðurstöðu dómstóls HSÍ í kærumáli ÍBV gegn Haukum. Dómstól Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hafði áður kveðið upp dóm í málinu vegna leiks Hauka gegn ÍBV í Powerade bikarkeppni karla, meistaraflokki. Í dómsorði á fyrra dómstigi sagði: Kærði, Knattspyrnufélagið Haukar ehf., telst hafa tapað leik við kæranda, ÍBV Íþróttafélag, sem fram fór […]
Fjárhagsáætlun – Staðan verður áfram sterk

„Gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus við fjármálastofnanir. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um […]
Nóg að gera hjá Laxey

Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja […]
Jólablað Eyjafrétta borið út í dag

Jólablað Eyjafrétta sem er bæjarblað Vestmannaeyinga verður borið til áskrifenda í dag auk þess sem blaðið er til sölu á Kletti og í Tvistinum. Eins og alltaf er fjallað um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga með áherslu á menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins. Með efni fyrir alla, ungra sem aldinna. Meðal efnis er: Eyjamaðurinn er […]
Jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju

Hinir árlegu jólatónleikar Kirkjukórs Landakirkju fóru fram í gær, 18. desember, við hátíðlega stemningu. Tónleikarnir voru tvískiptir, fyrri hluti fór fram í safnaðarheimilinu þar sem áheyrendur fengu notalega og hlýlega stund, en síðari hlutinn var haldinn í Landakirkju sjálfri. Kitty Kovács lék á píanó og orgel og Birgir Stefánsson flutti einsöng sem heillaði viðstadda. Kirkjukórinn […]
Draumur um hvít jól

Mörgum dreymir um hvít jól. Hvort þeim verði að ósk sinni þessi jólin á eftir að koma í ljós. Jólaljósin skörtuðu sínu fegursta á köldum degi í Eyjum í gær. Það sést í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem fór um bæinn og með drónann yfir bæinn í blíðunni. Njótið! (meira…)