Vel heppnuð afmælisgleði Flamingo

Haldið var upp á 35 ára afmæli tískuvöruverslunarinnar Flamingo með pompi og prakt í gækvöldi, miðvikudaginn 27. nóvember. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem kynntar voru helstu nýjungar og vakti sýningin mikla lukku meðal gesta. Boðið var upp á 35% afslátt af öllum vörum ásamt léttum veitingum fyrir gesti og gangandi. Eyjafréttir kíktu […]
Líknarkaffið í dag

Líknarkaffið er fyrir löngu orðinn fastur liður í aðventu Eyjamanna og á því verður engin breyting í ár. „Líknarkaffið, árlegt kaffihlaðborð Kvenfélagsins Líkn verður haldið að Faxastíg 35 á milli klukkan 14.00 og 16.30 í dag, fimmtudag. Hlökkum til að taka vel á móti þér og þínum.” segir í tilkynningu frá Líknarkonum. (meira…)
Áætla rúman hálfan milljarð í hagnað

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2025 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 9.697 m.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9.240 m.kr. á árinu 2025. Sem fyrr eru fræðslu- og […]
Stefna og áherslur fyrir okkur öll

Nú þegar stutt er til kosninga eru mörg óákveðin og eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Með þessum línum vonast ég til þess að geta auðveldað þér kjósandi góður að velja til vinstri með því að fara örstutt yfir kosningaáherslur VG. Samheldið samfélag og öflug almannaþjónusta. Það felur meðal annars í sér að […]
Sérstaðan má ekki hverfa

Ýmsar kannanir benda til að Vinstrihreyfingin- grænt framboð sé á mörkum þess að ná þingmanni í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Það væri að mínu mati afar skaðlegt fyrir íslenskt samfélag ef hreyfingin fengi engan fulltrúa og talsmenn á Alþingi. Því skora ég á kjósendur að velta vel fyrir sér fyrir hvað Vinstrihreyfingin- grænt framboð stendur og […]
Tryggjum grunnþjónustuna

Heilbrigðisþjónusta og samgöngumál hafa verið mér lengi hugleikin enda hluti af grunnstoðum samfélaga og mikilvægir innviðir sem allir íbúar samfélaga nýta sér á einn eða annan hátt. Sú þjónusta sem veitt er í hverju samfélagi byggir fyrst og fremst á mannauðnum sem þar býr og af heimsóknum mínum á HSU í Vestmannaeyjum veit ég að […]
Dregið í 8-liða úrslit

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikars karla í Mínigarðinum. Tveir leikir eru ókláraðir í 16-liða úrslitum en það eru viðureignir Selfoss – FH og Valur – Grótta. Þær fara fram 9. desember. ÍBV bættist við í pottinn í dag, eftir að hafa verið dæmdur sigur gegn Haukum í síðustu umferð. ÍBV dæmdur […]
Óska eftir aukafjárveitingu vegna hitalagna

Hitalagnir undir Hásteinsvöll voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja árdegis. Bæjarráð fjallaði um erindi frá Ellerti Scheving Pálssyni, f.h. ÍBV-íþróttafélags, þar sem óskað var eftir aukafjárveitingu til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem lagt verður á Hásteinsvöll fyrir næsta sumar. Óska eftir 20 milljónum til verksins Fram kemur í erindinu að það sé mat […]
Finnum meðbyr og ekki síst í Vestmannaeyjum

„Þetta var velheppnaður fundur, vel sóttur og gagnlegar umræður sem margir tóku þátt í,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum eftir fund efstu manna listans í kjördæminu. Fundurinn var í AKÓGES og með honum voru Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi sem er í öðru sæti, Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður […]
Flamingo fagnar 35 árum

Tískuvöruverslunin Flamingo fagnar í dag 35 ára starfsafmæli verslunarinnar, en Flamingo hefur sett svip sinn á klæðaburð Vestmannaeyinga síðastliðin 35 ár og hefur ávallt boðið upp á fjölbreytt úrval og framúrskarandi þjónustu. Blásið verður til veislu í kvöld, miðvikudag frá kl. 19-22. Boðið verður upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar og verður […]