Veðurspá fyrir Heimaey. Vesturhluti eyjunnar – þoka, hiti 13 gráður og skyggni 20 metrar. Miðbær og austurhlutinn – heiðskýrt, hiti 18 gráður og logn.
Einhvern veginn svona hefði veðurspá fyrir Heimaey getað hljómað í dag en á vesturhelmingi eyjunnar hefur verið svarta þoka á meðan annarsstaðar hefur verið bongóblíða, sól og hiti. Hægt er að sjá ljósmyndir af þokunni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst