Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út?
Eftir Jóhann Inga Óskarsson
18. desember, 2025
Johann Ingi Ads IMG 4231 (1)
Jóhann Ingi Óskarsson

Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar.

Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn.

Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags.

Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar.

Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust.

Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið.

Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann.

Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu.

Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma.

 

Jóhann Ingi Óskarsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
viðburðir
DSC 6945
21. desember 2025
20:30
Jólahvísl í Hvítasunnukirkjunni
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.