Breytt barnavernd yfir kostnaðaráætlun

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór, á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs, yfir stöðu barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Þjónustan er í breyttu formi í kjölfar breyttra Barnaverndarlaga. Breytingarnar hafa reynst vel en þeim fylgir þó aukinn kostnaður fyrir sveitarfélög og þar með talið Vestmannaeyjabæ. Með tilkomu Umdæmisráða í barnavernd verður meiri umfang í kring um hvert og eitt mál sem hefur leitt m.a. til þess að kostnaður barnaverndar á þessu ári mun fara yfir kostnaðaráætlun. Aukinn lögfræðikostnaður skýrir hluta umframkeyrsluna en einnig aukinn kostnaður vegna vistunargjalda. Vestmannaeyjabær býr vel að hæfu starfsfólki innan barnaverndarþjónustunnar sem sinna verkefninu af fagmennsku.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.