 
											Aðstæður í Landeyjahöfn eru mjög erfiðar eins og stendur, en ölduhæð er 4.8 metrar. Að því sögðu þarf að seinka brottför sem áætluð var kl. 10:45 til 11:45. Afsökum við óþægindin sem það kann að valda, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir jafnframt að ferðir kl. 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 falli niður vegna ölduhæðar. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00.
Ferðir kl. 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. En ölduhæð er núna 4.7 metrar í Landeyjahöfn. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst