„Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan,“ segir á Vísi.is þar sem því er lýst þegar þriggja manna fjölskylda var hætt komin á tjaldstæði á Akureyri fyrir þremur vikum.
Á Vísir.is segir:
Það eru þau Bylgja Dís Birkisdóttir, sem er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og Bragi Jónsson og tveggja ára sonur þeirra, Birkir Orri. Þau voru í fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. „Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika.
„Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja.
Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af.
„Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi.
Sjá nánar á https://www.visir.is/g/20222294293d/-eg
Mynd: Bragi Jónsson og Bylgja Dís Birkisdóttir ásamt Birki Orra við fellihýsið. VÍSIR/ÍVAR FANNAR




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.