Annar í goslokum er runninn upp og ættu bæjarbúar og gestir að hafa um nóg úr að velja úr dagskrá dagsins. Hana má sjá hér að neðan.
10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning.
10:00-14:00 Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning.
13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl.
13:00-16:00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
13:00-16:00 Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
14:00-18:00 Básar: „Það sem dvelur í þögninni” Aldís Gló Gunnarsdóttir.
15:30 Stakkó: Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt.
16:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
16:30 Stórhöfði: Afhjúpun upplýsingaskiltis um fuglamerkingar Óskars í Höfðanum.
17:00 Viðey, Vestmannabraut 32: „Listin í leikföngunum” Berglind Sigmarsdóttir.
17:00-20:00 Akóges: „Gluggi vonarinnar” Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
18:00 Hásteinsvöllur: ÍBV-Stjarnan, mfl.kvk.
19:30 Slippurinn: „Kokteill” Gíslína Dögg Bjarkardóttir.
19:30 Sagnheimar: „Vor við sæinn” dagskrá um Oddgeir Kristjánsson.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.