Daníel Ingi Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegar í sínu öðru móti fyrir Rocky Mountain háskólan. Daníel sem er á fyrsta ári í háskólanum var í öðru sæti fyrir lokadaginn. Á meðan liðsfélagar hans gáfu eftir spilaði hann öruggt golf og kom í hús á pari vallarins. Mótið endaði Daníel á einu höggi undir pari sem dugði honum til þriggja högga sigurs.
Einnig vann Rocky Mountain háskólinn liðakeppnina með Daníel Inga innanborðs.
Daníel Ingi er fyrsti meðlimur GV sem fer í háskóla í Ameríku og er hann frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur klúbbsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst