Deildarmyrkvi á sólu sást víðsvegar um landið fyrir hádegi í dag. Meðal annars í Eyjum. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta fangaði sjónarspilið á minniskort.
Fram kemur á vefsíðunni Iceland at Night að sólmyrkvar verði þegar tunglið sé nýtt og gangi fyrir sólina og varpi skugga á Jörðina. Þegar tunglið hylur sólina að hluta verða deildarmyrkvar en þegar tunglið fer fyrir sólina alla verður almyrkvi. Deildarmyrkvar sjást frá mun víðfeðmara svæði en almyrkvar. Sporbraut tunglsins um Jörðina hallar lítið eitt svo oftast fer tunglskugginn undir eða yfir Jörðina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst