Hundurinn fæddist árið 2004 og var skömmu síðar seldur. Kaupandinn seldi hundinn aftur rúmu ári síðar en upphaflegur seljandi leit á það sem samningsrof, tók hundinn í sína vörslu og afhenti hann síðan öðrum. Nú hefur Héraðsdómur Suðurlands heimilað upphaflega kaupandanum að taka hundinn á ný með beinni aðfarargerð.
Deilan snýst um hundinn Júlíus Cesar, sem er af Leonbergertegund. Hann fæddist í apríl 2004 en í júlí sama ár var hann seldur fyrir 250 þúsund krónur. Fyrir liggur óundirritaður kaupsamningur um viðskiptin og á hann er m.a. handritað: �?Kaupandi er búinn að kynna sér galla tegundarinnar. Pörun í samráði við ræktanda. Hundur kemur til baka til ræktanda ef eigandi getur ekki haft hann lengur undantekningalaust! Endurgj.laust.” Tekið var fram í samningnum, að ekki væri skilaréttur vegna hugsanlegs ofnæmis nýs eiganda.
Konan sem keypti hundinn seldi hann aftur í september 2005 fyrir 130 þúsund krónur og segir að hún hafi gert það vegna þess að hún varð þunguð og í kjölfarið kom í ljós að hún hafði ofnæmi fyrir hundinum. Hún lét þær upplýsingar fylgja við söluna, að ræktandinn kynni að taka hundinn ef hann kæmist að því að hann hefði verið seldur. Nýi eigandinn hafði þá samband við ræktandann sem sótti hundinn á þeirri forsendu, að upphaflegur kaupsamningur hefði verið brotinn. Var hundinum síðan komið fyrir hjá fjölskyldu á Suðurlandi.
Upphaflegi kaupandinn komst að þessu, og hóf leit að hundinum og notaði m.a. spjallrásir á netinu við þá eftirgrennslan. Konan taldi að hundurinn væri sín eign þrátt fyrir að einhver afarskilyrði í upphaflegum kaupsamningi hefðu verið brotin en svo virðist sem síðari salan hafi aldrei gengið formlega í gegn.
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að ljóst sé og ágreiningslaust, að konan lét hundinn frá sér vegna ofnæmis sem hún fékk eftir að hún varð þunguð. Var það rúmlega tíu mánuðum eftir að kaupin áttu sér stað. Samkvæmt stöðluðu formi kaupsamningsins og því ákvæði sem vitnað var í hefði sá skilaréttur verið fallinn niður ef aðilar hefðu kosið að nýta sér hann.
�?á segir dómurinn að seljandi virðist hafa sett viðbótarskilyrðin í samninginn einhliða. �?að skilyrði sé óljóst með hliðsjón af öðrum ákvæðum samningsins. Fyrst kaupsamningnum hafi ekki verið rift, hvorki af hálfu kaupanda né seljanda og ekkert liggi fyrir í málinu um að eignarréttur yfir hundinum hafi færst yfir á seljanda aftur verði ekki önnur ályktun dregin en sú að eignarrétturinn sé enn hjá kaupandanum og að samningurinn á milli seljanda og kaupanda hundsins sé enn í gildi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst