Það var mikil dramatík í leik FH og ÍBV í Kaplakrika í kvöld. Eyjamenn réru lífróður því allt annað en sigur hefði þýtt sumarfrí fyrir Íslandsmeistarana.
Skemmst er frá því að segja að Eyjamenn náðu að afstýra því með glæsibrag. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en undir lokin komust FH-ingar yfir. En Eyjaliðið sýndi ótrúlega seiglu í lokin og komust yfir á lokamínútunni. FH fékk færi á að jafna á lokasekúndununni en nýttu ekki færið og Eyjamenn fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Elmar Erlingsson lék á alls oddi í kvöld, skoraði 15 mörk, þar af 4 úr vítum. Petar Jokanovic varði 14 skot og Pavel Miskevich varði 8 skot, þar af eitt víti.
Liðin mætast því í fjórða sinn í einvíginu á frídegi verkalýðsins á miðvikudag. Sá leikur fer fram í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst