Sanddæluskipið Álfsnes hóf dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn snemma í morgun. Þar hafa verið grynningar undanfarnar vikur sem gert hafa það að verkum að ekki er hægt að halda uppi fullri áætlun Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar.
Ölduspáin er góð næstu daga. Gert er ráð fyrir 1.3 metrum upp í 1,7 metra fram á þriðjudag. Þá er gert ráð fyrir að ölduhæðin fari upp fyrir 2 metra í skamman tíma en gangi svo aftur niður. Það má því gera ráð fyrir að hægt verði að dýpka það sem upp á vantar í þessum gluggum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst