Í kvöld klukkan 19:30 mætast ÍBV og Hapoel Ramat í Evrópukeppni karla, en þetta er fyrri leikurinn af tveimur sem fara fram hér um helgina. Leikurinn í kvöld telst heima heimaleikur Hapoel Ramat. ÍBV hefur verið á góðu skriði undanfarið og hafa unnið sex leiki í röð í Olís deildinni. Eyjafréttir tók stöðuna á Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV en hann er vongóður um möguleika ÍBV. ,,�?g tel okkur vera að fara í 50/50 leik. �?etta eru naglar sem við erum að mæta og ef við mætum þeim almennilega, rétt stemmdir og með gildin okkar á hreinu þá eigum við nokkuð góða möguleika.�??
Hverjir eru helstu styrkleikar ísraelska liðsins?
,,�?etta er gott lið, skipað líkamlega sterkum og vinnusömum leikmönnum sem gefa alltaf 150% í hvern leik. �?eir eru fastir fyrir og spila á línunni sem dómarar draga í upphafi og eiga það jafnvel til að skauta vel yfir hana þegar þannig liggur á þeim. �?að sem við höfum séð af þeirra sóknarleik þá snýst hann töluvert um hægri skyttuna þeirra sem er klókur og flottur spilari.�??
Nú hafið þið orðið fyrir miklum áföllum á fyrstu mánuðum mótsins með meiðsli. Nemó er frá út tímabilið, Dagur og Bergvin ekki með í seinasta leik og Stephen, Andri og Maggi Stef meiðast í þeim leik, hvað er að frétta af þeim málum? Fyrir utan Nemó, verða þessir leikmenn klárir á morgun?
,,Maggi er alltaf klár en það kemur í ljós í upphitun á morgun með Stephen og Andra. �?eir hvíldu báðir á æfingu í gær og sváfu svo báðir heima hjá Gogga og Sigurlaugu í nótt þannig að ég ætla að vona að það dugi til. �?eir eru okkur báðir afskaplega mikilvægir og því allt kapp lagt á að ná þeim góðum. Bergvin kemur sterkur inn í hópinn en það kom smá bakslag í batann hjá Degi á æfingunni í gær og verður hann því miður fjarri góðu gamni í þessum leikjum.�??