Einsi kaldi og Cristiano Ronaldo elska íslenskan saltfisk

Nú á dögum hélt Eyjapeyinn og matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason til Portúgal með það markmið að kynna íslenska saltfiskinn þar í landi.

Einar Björn, eða Einsi kaldi eins og hann er jafnan kallaður, var í þessari ferð fulltrúi markaðsvekefnisins „Bacalhau da Islandia” sem Íslandsstofa hefur staðið að síðan árið 2013, í samstarfi við framleiðendur og söluaðila saltaðra þorskafurða frá Íslandi.

Í heimsókninni fékk Einsi að kynnast því hversu stórt hlutverk saltfiskurinn spilar í matarmenningu þessarar 10 milljóna íbúa þjóðar sem elskar ekki bara fótbolta heldur einnig saltfisk. Í bók Illuga Jökulssonar „Ronaldo – Sá allra flottasti” sem kom út árið 2010 er knattspyrnuhetjan einmitt spurð um sinn á uppáhaldsmat. Og hverju svaraði hann? „íslenskur saltfiskur”.

Saltfiskurinn í Portúgal á fleiri aðdáendur því Portúgalar eru stærstu neytendur á saltfiski í heiminum og nær neyslan hápunkti um jólin. „Ég vissi vel að saltfiskurinn skiptir miklu máli þarna en mér datt ekki í hug að þetta væri svona stórt. Allir þekkja Bacalhau hvar sem maður kemur og eini leigubílstjórinn sem talaði ensku var farinn að deila með mér sinni uppáhaldsuppskrift,” sagði Eyjamaðurinn sem varð fyrir miklum hughrifum í ferðinni.

Fyrir utan að bragða á fjölbreyttum saltfiskréttum á veitingastöðum til að fá innblástur þá eldaði Einsi nokkrar mismunandi útgáfur af saltfiski fyrir hina ýmsu gesti: Í Lissabon matreiddi hann fyrir matarbloggara og fengu gestir í verslun El Corte Inglés einnig að smakka íslenska saltfiskinn. Þá eldaði Einsi saltfiskrétti í samstarfi við portúgalska kokkinn Diogo Rocha á Michelin veitingastaðnum Mesa de Lemos. Hvar sem Eyjapeyinn kom heillaði hann gesti með afbragðs saltfiskréttum. Ekki minnkaði áhugi manna á Einsa þegar þeir fréttu að hann hefði verið kokkur íslenska fótboltalandsliðsins á EM í Frakklandi árið 2016 þar sem segja má að tvö lið hafi staðið uppi sem sigurvegarar; Ísland og Evrópumeistarar Portúgala.

Tenging Vestmannaeyja við saltfiskinn í Portúgal er sterk því fyrr á þessu ári keypti Vinnslustöðin fyrirtækið Grupeixe sem er framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Að sjálfsögðu fór Einsi í heimsókn þangað en fyrirtækið kaupir þorsk frá Íslandi til að þurrka og selja á markaðnum í Portúgal. Þegar horft er til magns á portúgalska markaðnum þá er norski saltfiskurinn með mesta markaðshlutdeild en sá íslenski hefur hinsvegar yfirburði þegar kemur að gæðum og er þ.a.l. seldur á hærra verði en vara samkeppnisaðilanna.

Þessi ferð til Portúgal opnaði augu Einsa gagnvart því frábæra hráefni sem íslenski saltfiskurinn er: „Ég hef af og til verið með saltfiskrétti á matseðlinum á veitingastaðnum mínum, Einsa Kalda í Eyjum. Eftir þessa ferð er ég staðráðinn í að bjóða upp á saltfiskrétt að staðaldri og ég vil meira að segja ganga svo langt að segja að hann verður með portúgölskum áhrifum”, sagði Eyjapeyinn hressi að lokum.

Birtist á responiblefisheries.is

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.