Einvígi ÍBV og Hauka hefst í kvöld
DSC_4921
Kári Kristján Kristjánsson kominn í gegn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Úrslitakeppni Olísdeildar karla hófst í gærkvöldi, þegar Valsmenn völtuðu yfir Fram, 41-23. Í hinum leiknum marði Afturelding lið Stjörnunnar, lokatölur 29-28.

Í kvöld verða tveir leikir. Í fyrri leik kvöldsins mætast FH og KA. Í seinni leiknum tekur ÍBV á móti Haukum, en þessi lið enduðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Það má því búast við hörku viðureign í Eyjum í kvöld. Húsið opnar 18:30 og verða grillaðir hamborgarar fyrir leik. Veitingasala og miðsala á Stubb. Flautað er til leiks kl. 19.40 í Eyjum.

Leikir dagsins:

fim. 11. apr. 24 18:00 1 Kaplakriki SÞR/SÓP/GSI FH – KA
fim. 11. apr. 24 19:40 1 Vestmannaeyjar ÁRM/ÞHA/HLE ÍBV – Haukar

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.