Ekki tilefni til að auka loðnukvótann
Mælingar Hafrannsóknastofnunar á veiðistofni loðnu í fyrrahaust og tillögur leiddu til þess að gefið var út 160 þúsund tonna aflamark fyrir yfirstandandi vertíð.
Nýafstaðnar mælingar gefa ekki tilefni til að breyta þeirri ákvörðun, segir í frétt frá stofnuninni.
Í síðustu viku huguðu rannsóknaskip að vesturgöngu loðnu en ekki varð vart við loðnu við Vestfirði. Árni Friðriksson hélt því suður fyrir land og mætti hrygningargöngunni sem þar var skammt vestan við Selvog 15. febrúar. Megingangan var með ströndinni á svæði frá Selvogi austur undir Kötlutanga og í kringum Vestmannaeyjar. Haldið var austur undir miðja Meðallandsbugt, en lítið fannst austast á leitarsvæðinu.

Nýjustu fréttir

Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.