Elmar Erlingsson átti stórleik í þýsku 2. deildinni á laugardag þegar Nordhorn-Lingen lagði HSC 2000 Coburg að velli, 30:26. Elmar lagði upp tíu mörk í leiknum og er það met á yfirstandandi tímabili, enginn hefur sett fleiri stoðsendingar í einum leik í deildinni í vetur.
Auk þess að stýra miklu í sóknarleiknum skoraði Elmar sjálfur sjö mörk og kom þannig að 17 af 30 mörkum liðsins. Framlag Eyjamannsins vakti því mikla athygli.
Hann er nú í sjötta sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn tímabilsins með 36 stoðsendingar í 11 leikjum, og hefur þar að auki skorað 37 mörk.
Nordhorn-Lingen situr í 8. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 umferðir.
Fréttin var birt á handbolti.is í gær.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst