Engin krísa í okkar herbúðum
18. ágúst, 2014
Karlalið ÍBV í knattspyrnu sækir Víking heim í Fossvoginn í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18:00. Gengi Eyjamanna hefur ekki verið gott í deildinni, liðið situr sem stendur í 11. og næst neðsta sæti. Fallbaráttan er hins vegar hnífjöfn. �?ór situr að vísu í neðsta sæti með 9 stig, þá ÍBV með 14 en svo eru fjögur lið með 15 stig, Fram, Fylkir, Breiðablik og Fjölnir. Keflvíkingar eru svo með 18 stig. �?að er því óhætt að segja að sjö lið eru í fallbaráttunni eins og er og staða �?órs sé verst í þeim slag en Keflvíkinga best. Enn eru hins vegar sjö umferðir eftir og allt getur gerst. Hvert stig er nú afar dýrmætt í þessari baráttu en sigur í kvöld kemur ÍBV úr fallsætinu. �?rír leikir eru í deildinni í kvöld en í hinum leikjunum eru innbyrðis viðureignir í fallslagnum því Fylkir tekur á móti �?ór klukkan 18:00 og Breiðablik á móti Fram klukkan 19:15. Leikur ÍBV og Víkings verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verður leiknum varpað upp á breiðtjald á Háaloftinu.
Gæti spilað miðvörðinn
�?órarinn Ingi Valdimarsson, fyrirliði ÍBV er í viðtali á Fótbolti.net. �?ar segir hann enga krísu vera hjá ÍBV en miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson tekur út leikbann í kvöld auk þess sem hinn miðvörðurinn, Eiður Aron Sigurbjörnsson er farinn til Sandnes Ulf í Noregi. �??�?g gæti alveg eins spilað miðvörðinn í kvöld ef þess þarf. Varnarmennirnir okkar eru fjölhæfir og þeir geta bæði spilað sem miðverðir og bakverðir og því verður þetta ekkert vandamál í kvöld,” sagði �?órarinn Ingi.
�??�?etta er jöfn deild og Víkingar hafa verið að narta í liðin í efri hlutanum. �?eir hafa staðið sig mjög vel og eru ofar en maður bjóst við. Ef við mætum á svipað hátt og við gerðum gegn FH þá eru okkur allir vegir færir. �?etta er mikilvægur leikur fyrir okkur og ég held að við séum ekkert að fara spila einhvern svakalegan samba-bolta. Við reynum að taka einn leik í einu, það er aðal málið. �?að er ekki komin nein krísa í okkar herbúðum,” sagði �?órarinn Ingi að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst