Enn finnast olíublautir fuglar við suðurströndina

Líkt og Eyjafréttir hafa greint frá hefur mikið borið á olíblautum fuglum við og í kringum Eyjar undanfarið.
Einnig hafa fundist olíublautir víðar við suðurströndina, í Reynisfjöru og Víkurfjöru en óljóst er þó hvort þessi mál tengist. Fjöldi fugla sem fundist hefur á þessum stöðum skiptir nú nokkrum tugum. „Umhverfisstofnun vinnur áfram í því að leita að uppruna mengunarinnar, meðal annars með aðstoð Landhelgisgæslu Íslands og EMSA, Siglingaöryggisstofnun Evrópu. Í gegnum EMSA getur Umhverfisstofnun fengið gervitunglamyndir af hafsvæðinu við Ísland ásamt greiningum á því hvort þar sé hugsanlega olíumengunarflekki að sjá. Ennþá hefur engin hugsanleg olíumengun greinst á þeim myndum sem hafa fengist. Í skoðun er að fá frekari greiningar frá EMSA og einnig er fyrirhugað að athuga með annað flug Landhelgisgæslunnar yfir hafsvæði við suðurströndina þegar veðurskilyrði verða hagstæð,” sagði Sigurrós Friðriksdóttir hjá Umhverfisstofnun í samtali við Eyjafréttir.

Sigurrós sagði mikilvægt að fá alla í lið með sér til að komast að upprunanum. “Einn mikilvægur liður í því er að þeir sem verða varir við mengun eða olíublauta fugla myndu tilkynna það inn til Umhverfisstofnunar. Best væri að slíkar ábendingar/tilkynningar yrðu sendar á netfangið ust@ust.is.”

Olíublautir fuglar úr Vestmannaeyjahöfn

 

 

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.